
teymið
Kennarnir okkar eru allir fagmenn í sínu fagi. Við tryggjum að kennararnir okkar fylgji nýjustu upplýsingum og gögnum þegar kemur að kennslu.
Teymið okkar og við eigum það sameiginlegt að vilja deila boðskap um mikilvægi fyrstu-hjálpar meðal almennings og fyrirtækja.
.jpg)
CEO - Stofnandi
Gestur Þór G.
Gestur Þór er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar og hefur starfað í utanspítalaþjónstu í 6 ár. Ásamt því situr hann í fagráði Slökkviliðs Akureyrar.
Gestur Þór hefur starfað í fyrirtækjarekstri síðan 2015 og þá aðallega í ferðaþjónustu.
.jpg)
COO - Stofnandi
Jónas Godsk R.
Jónas er bráðatæknir og slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Akureyrar og hefur starfað í 10 ár. Ásamt því er hann menntaður hjúkrunarfræðingur.
Jónas hefur á seinustu árum kennt sérhæfða endurlífgun barna og fullorðina fyrir sjúkraflutningaskólan og SAK.
.jpg)
Fagstjóri
Bryndís Elva B.
Bryndís er slökkviliðs- og sjúkraflutningakona hjá Slökkviliði Akureyrar og hefur starfað í 5 ár. Ásamt því hefur hún lokið hjúkrunarfræði.
Bryndís hefur kennt á vegum sjúkraflutningaskólans síðustu ár. Einnig hefur hún kennt í fjallamennskunámi á vegum FAS.
.jpg)
Kennslustjóri
Eydís Sigurgeirsd.
Eydís er slökkviliðs- og sjúkraflutningakona hjá Slökkviliði Akureyrar og hefur starfað í 5 ár.
Eydís er umsjónarmaður grunnnáms hjá Sjúkraflutningaskólanum ásamt því að kenna þar. Nýlega lauk hún réttindum hjá ERC til að kenna sérhæfða endurlífgun nýbura og barna.